Óþarfi að drekka átta vatnsglös

Lestur við litla birtu hefur ekki slæm áhrif á augun. Ekki er heldur þörf á því að drekka átta vatnsglös á dag til að viðhalda heilsunni, og hár vex ekki hraðar eftir að það er rakað. Þessar kerlingabækur eru meðal þeirra sjö sem eru afsannaðar í jólaútgáfu British Medical Journal.
Greinina skrifa tveir bandarískir vísindamenn, sem rannsökuðu sjö vinsælar kreddur til að komast að sannleiksgildi þeirra. Þeir fundu engan vísindalegan grundvöll fyrir neinni þeirra.

Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna bendir ekkert til þess að við notum aðeins tíu prósent af heilanum, þvert á móti sýna myndir að ekkert svæði í heilanum er óvirkt. Hár og neglur halda ekki áfram að vaxa eftir dauða, heldur lítur aðeins út fyrir það þegar húðin þornar og skreppur saman.

Þeir komust einnig að því að engin hætta stafar af notkun farsíma á sjúkrahúsum, þrátt fyrir að notkun þeirra sé bönnuð þar víða um heim.
Síðasta mýtan sem vísindamennirnir rannsökuðu er ekki algeng hér á landi, en hún segir að maður verði syfjaður af kalkúnaáti. Ekkert var til í því.

(tekið úr vísindavefnum)


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar
Einar

Hver fann up á því að mjólka kýr ?  hvað hélt hann að hann væri að gera  þegar hann byrjaði á því ???

Tónlistarspilari

Christina Aguilera - oh mother

Nota bene

ADS FROM GOOGLE

leita

Google

Google

Google

paypal

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband